Breiðhent

+ Eins og fjalla efst frá tindum

Breiðhent, víxlhent / hringhent

Rímur af Núma kóngi Pompílssyni7. ríma, vísur 12 — 15

Eins og fjalla efst frá tindum
ógurlegur klettur riðar
sem í falli frárri vindum
foldarvega sundur niðar.

Með sér skriðu djúpa dregur
dynur í slögum þyngsla megnum
höggur niður og holund vegur
hlíðar fögur brjóstin gegnum.

Úr hans brotum eldur stökkur
engu notast kyrrðarstaður
smalinn rotast hjörðin hrökkur
hræðist lotinn ferðamaður.

Jörðin grætur hristist heimur
hrynur um stræti bjargið þétta
uns það mætir eikum tveimur
sem allar rætur saman flétta.

Vísur: Sigurður Breiðfjörð
Kvæðamaður: Kjartan Ólafsson (Loftur Bjarnason kenndi)
Stemma: Úr Strandasýslu. Loftur Bjarnason

+ Sólin gyllir sveipuð rósum

Breiðhent, hringhent

Rímur af Núma kóngi Pompílssyni7. ríma, vísur 37 — 40

Sólin gyllir sveipuð rósum
sæl með snilli jarðarmóinn
heimur fyllist himnaljósum
húmið villist niður í sjóinn.

En því viltu sjáleg sunna
salinn stillta vinda mála
og yfir tryllta blóðsins brunna
blessuð gylltum ljóma strjála?

Ásýnd þína umvef skýjum
ei hún skíni á þessum degi
svo lík ófrýn í dreyradýjum
dyljast sýnum allra megi.

Jörð og hæðir himna skjálfa
hér og flæða dreyrapyttir
æ ég hræðist ef þig sjálfa
einhver skæða pílan hittir.

Vísur: Sigurður Breiðfjörð
Kvæðamaður: Sigurður S. Straumfjörð (kenndi og kvað)
Stemma: Úr Mýrasýslu

+ Mæðist hendi, hugur og tungan

Breiðhent, hringhent

Rímur af Sigurði snarfaraLok 9. rímu

Mæðist hendi, hugur og tungan
hýr fyrir kvendin ljóð að vanda;
nú eg enda næsta þungan
nýlanghendu velstíganda.

Númarímur7. ríma, vísur 37 — 40

Sólin gyllir, sveipuð rósum,
sæl með snilli jarðar móinn;
heimur fyllist himna ljósum,
húmið villist niður í sjóinn.

En því viltu, sjálig sunna,
salinn stilltan vinda mála,
og yfir tryllta blóðsins brunna,
blessuð gylltum ljóma strjála?

Ásýnd þína umvef skýjum,
ei hún skíni á þessum degi,
svo lík ófrýn í dreyra dýjum,
dyljast sýnum allra megi.

Jörð og hæðir himna skjálfa,
hér, þar flæða dreyra pyttir;
æ, eg hræðist, ef þig sjálfa,
einhver skæða pílan hittir!

Vísur: 1. Hans Natansson, 2. Sigurður Breiðfjörð
Kvæðamaður: Kjartan Hjálmarsson
Stemma: Guðjón Guðjónsson

+ Þreytti ég fang við knappan kostinn

Breiðhent

Þreytti ég fang við knappan kostinn,
kippti mætti úr hjarta og vöðvum.
Hryggur var ég hrammi lostinn,
hrakinn burt frá æskustöðvum.

Oft eg hefi illa sofið
örlög hafa gert mig snauðan
mér hryllir við að hugsa um lofið
sem heimurinn ber svo á mig dauðan.

Vísur: Sigurbjörn K. Stefánsson
Kvæðamaður: Sigurbjörn K. Stefánsson
Stemma: Úr Skagafirði

+ Gæfu snurðan gekk nú fast að

Breiðhent, hringhent

Rímur af Sigurði snarfaraNiðurlag 9. rímu

Mærð ógleymin frá svo flytur
frændum tveimur efnið skráða;
til Agða heim, þar sjóli situr,
sinnar geymir stjórnar ráða.

Varaðist hótin véla síður;
virða sjótir boði fagna.
Sumri móti syrpan býður
sikling fljótast veislu magna.

Þenkti greiðast þengill veita,
það sem beiða gjörði sætan;
bauð því veigar varmar heita,
virðar teiga bjórinn mætan.

Kætti stillir vínið varma;
vann að gylla drósin hrekki;
hornin fyllir hrein á barma,
hiklaust vill að lýður drekki.

Fögur orð með gjörði ginna,
gauta korða drykkju sæta,
stóð fyrir borðum stillis inna,
strengja þorði hörpu mæta.

Rænu skála rekka fyllti,
reyfaða táli værð með lína,
yndis þjálan streng er stillti
storðar ála birtu hlína.

Hljóminn snjalla hyrjan æsir,
hlustum gall í raddarkliður.
Sveitin, jarl og sjálfur ræsir
sofnir falla tóku niður.

Listum búnir best með orðum
brags á túni skráð svo létu;
brögð Goðrúnar firðar forðum,
falsi búna tóninn hétu.

Gæfu snurðan gekk nú fast að
gjörráð þurrð á veislu skeði;
upp var hurðu hallar kastað.
Heldur furða Gunnu réði.

Mæðist hendi, hugur og tungan
hýr fyrir kvendin ljóð að vanda;
nú eg enda næsta þungan
nýlanghendu velstíganda.

Vísur: Hans Natansson
Kvæðamaður: Ragnheiður Magnúsdóttir
Stemma: Helga Þórðardóttir

+ Ég vil benda á tilraun téða

Breiðhent, hringhent

Nýlanghenda

Ég vil benda á tilraun téða
tali að venda í mál rímbanda,
nautn óblendin næst að kveða
nýlanghendu velstíganda.

Gleðst mín lund ef geng til verka
góða stund fæ hana kætta,
gæti ég fundið stuðla sterka
stefin mundi ei láta hætta.

Málið ræða rétt við gerðum
raunhæf gæði fram að knýja:
fornar kvæðavenjur verðum
við að glæða og endurnýja.

Vegna ágalla verkin falla
von um snjallar bögur dragið
hygg ég varla að hrífi allla
hátt þó gjalli kvæðalagið.

Á hyggjuþræði í fánýt fræði
finn ég æði marga galla.
Hætti ræðu og ná vil næði
niður kvæðin læt svo falla.

Hörfa ei af heimskuvegi
hygg ég regin firru mesta
en að þegja það ég segi
þykja megi ráðið bezta.

Síst að gagni mærð kann magna
meyja og bragna lund fékk kætta,
ég má þagna en þið að fagna
því að sagnir mínar hætta.

Vísur: Guðmundur Ingiberg Guðmundsson
Kvæðamaður: María Bjarnadóttir
Stemma: Bjarni Jónsson frá Akranesi

+ Eins og svangur úlfur sleginn

Breiðhent, víxlhent

Númarímur7. ríma, vísur 48 — 52

Númi liði vék úr vegi,
víga iður gegnum fer hann;
fram sér ryður, og eirir eigi,
eikarvið í hendi ber hann.

Eik með þjósti efldur seggur,
ærið langa af stofni brýtur,
fyrir brjóst á Leó leggur,
linast stranga kempan hlýtur.

Iðuna sér hann út á hendir,
undir sveimar strauma veginn;
í kafinu er hann, uns að lendir,
afreks beimur hinum megin.

Hér næst sneri heim á vega,
hetju maki fjarri ótta,
en ekki fer hann ærilega,
eins og hrakinn væri á flótta.

Eins og svangur úlfur sleginn,
einn er sauða haga smaug um,
seint og langan labbar veginn,
og lygnir dauðabólgnum augum.

Leó þannig fótinn frána
flytja vann um elfubakka;
Númi bannar yfir ána
að elta manninn lyndisfrakka.

Vísur: Sigurður Breiðfjörð
Kvæðamaður: Njáll Sigurðsson
Stemma: Njáll Sigurðsson