Gagaraljóð / Gagaravilla

+ Flingruð prófar fötin þröng

Gagaravilla, hringhend. Kliðstíma

Flingruð prófar fötin þröng
fingramjóa sætan slyng.
Kring um lófa líns á spöng
lyngorms glóa jarðarþing.

Slyng er tóa að grafa göng,
glingrar spói um mýrahring,
kringum mó við hrauna hröng
hringlar snjóugt beitilyng.

Vísur: 1. Hjálmar Jónsson frá Bólu, 2. Jón Þorsteinsson frá Arnarvatni
Kvæðamaður: Kjartan Ólafsson (kenndi og kvað)
Stemma: Keflavíkurlag

+ Hefja ræðu hróðrar má

Gagaraljóð, víxlhent

Rímur af Jómsvíkingasögu4. ríma, upphaf

Hefja ræðu hróðrar má,
hlýði rjóða falda norn,
gæti eg kvæða gígju á
gagaraljóðin slegið forn.

Við þetta efni í þaula eg sit,
þögn og leti sækja að mér,
allt í svefni fram það flyt;
forðum betur kváðum vér.

Krafta snauður kveð eg hér,
kunnug öldin sannar það,
ljóða dauður andinn er,
orðafjöldinn klínir blað.

Nær mig um hrannar heiði bar,
hestur flóða beina leið
í Vestmannaeyjarnar,
eftir ljóða dísin beið.

Vísur: Sigurður Breiðfjörð
Kvæðamaður: Sigurður S. Straumfjörð
Stemma: Úr Mýrarsýslu

+ Aldurhniginn féll á fold

Gagaraljóð, sniðstímað

Við fráfall Kristjáns í Úlfsbæ

Aldurhniginn féll að fold,
felldu margan örlög köld,
sjaldan hef ég svartri mold
seldan vitað betri höld.

Maðurinn, sem minnkaði

Var af guði, gefinn stór.
Gerði úr sér lítinn mann.
Því var skarðið þegar hann fór
þrauta lítið eftir hann.

Vísur: 1. Karl Jónasson; 2. Indriði Þórkelsson
Kvæðamaður: Kjartan Hjálmarsson
Stemma: Úr Þingeyjarsýslu  

+ Rangá fannst mér þykkjuþung

Gagaraljóð, frumsniðstímað, síðstímað

Rangá

Rangá fannst mér þykkjuþung,
þröng mér sýndi dauðans göng,
svangan vildi svelgja lung,
söng í hverri jakaspöng.

Reyndi eg þó að ríða á sund,
raðaði straumur jökum að.
Beindi eg þeim frá hófahund.
Hvað er meiri raun en það?

Vísur: Páll Ólafsson
Kvæðamaður: Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi
Stemma: Mikael Gellisson

+ Háum byggðum hélt ég frá

Gagaraljóð, stímað

Á reið ofan af Fjöllum

Háum byggðum hélt ég frá,
hló í brjósti von og fró.
Fráum Stormi fluttur á
fló ég yfir hæð og mó.

Vísa: Kristján Jónsson Fjallaskáld
Kvæðamaður: Hólmfríður Pétursdóttir frá Gautlöndum
Stemma: Hólmfríður Pétursdóttir frá Gautlöndum