Samhent

+ Hyldu ísar hafflötinn

Samhent, hagkveðlingaháttur

Breiðfirðingavísur

Hyldu ísar hafflötinn,
hætti að lýsa dagurinn,
ljóðadísin leit þá inn,
lagaði vísur hugurinn.

Hver sér réði rökkrum í,
rétt á meðan áttum frí;
þá var kveðið kútinn í,
kviknaði gleði oft af því.

Vetrar löngu vökurnar
voru öngum þungbærar,
við ljóðasöng og sögurnar
söfnuðust föngin unaðar.

Ein þegar vatt og önnur spann,
iðnin hvatti vefarann,
þá var glatt í góðum rann,
gæfan spratt við arin þann.

Vísur: Ólína Andrésdóttir
Kvæðamaður: Þuríður Friðriksdóttir (Sigríður Friðriksdóttir kenndi)
Stemma: Úr Eyjafirði. Jóhann Sveinsson frá Flögu

+ Gyllir sjóinn sunna rík (1)

Samhent, hagkveðlingaháttur

Breiðfirðingavísur

Gyllir sjóinn sunna rík,
sveipast ró um Faxavík.
Esjan glóir gulli lík,
gleði bjó mér fegurð slík.

Samt ég allra svásast finn
sólarfall við Jökulinn;
vermist mjallar vanginn þinn,
vesturfjalla kóngurinn.

Í landsins hjarta lifði þar
ljósið margt, sem fegurð bar.
Nú er bjart við Breiðamar,
búinn skarti kveldsólar.

Munu enn á æskuslóð
afbragðsmenn og tignarfljóð,
í sem rennur breiðfirskt blóð,
brim í senn og ástarglóð?

Vísur: Ólína Andrésdóttir
Kvæðamaður: Björn Friðriksson (kenndi og kvað)
Stemma: Úr Húnavatnssýslu. Sigríður Sigfúsdóttir Blöndal

+ Kvæðið bóla bröndungs Gná

Samhent – hagkveðlingaháttur

Rímur af Göngu-Hrólfi18. ríma, vísur 13 — 16

Kvæðið bóla bröndungs Gná
bragar tólum lék eg frá,
vígs af hól þar sveitir sjá
sigldu dóla essin há.

Fokku andar festu tog
Freyrar branda á hafnar vog,
stjóra í sandinn steyptu og
stigu á landið Hárs með log.

Runnu ýtar fleyjum frá,
fimmtán líta hundruð má
Gauta ríta í brynjum blá,
blankaði hvíta skjöldu á.

Tveir menn æða undan þar,
afreks gæða riddarar,
heyrnar svæðið hvor þó bar
hulið klæði grímunnar.

Vísur: Hjálmar Jónsson frá Bólu
Kvæðamaður: Sigríður Hjálmarsdóttir
Stemma: Úr Húnavantssýslu, Pálmi Erlendsson

+ Enginn Þór í þrekraunum

Samhent – hagkveðlingaháttur

Enginn Þór í þrekraunum,
þróttar sljór í athöfnum,
ekki frjór að andanum,
aldrei stór á kostunum.

Glaðri eyðir minning manns,
mynd af neyðarkjörum hans,
þar sem veiði véla fans,
var á leiðum öreigans.

Lóan fegin fagnar dátt
flytur eigin ljóðaþátt.
Vors á degi í vesturátt
var sem spegill hafið blátt.

Aldrei frár minn áður var
óskamárinn ljóðgerðar.
Nú við árin ellinnar
urðu sárar fjaðrirnar.

Vísur: Bjarni Jónsson, Sýruparti
Kvæðamaður: Þuríður Friðriksdóttir
Stemma: Úr Húnavatnssýslu. Pálína Pálsdóttir

+ Oft er kröm í kornbörnum

Samhent – hagkveðlingaháttur

Oft er kröm í kornbörnum,
kilpuð löm á hurðunum,
mögur höm á hestunum,
heimskan fröm í tilsvörum.

Oft er klöpp í árbotnum,
undin löpp á hjólfættum,
aldan kröpp á innfjörðum,
óvís höpp af giftingum.

Oft er bleyta á engjunum,
eftirleit á heiðunum,
krofin feit af kindunum,
kossageit á stúlkunum.

Oft er gæla í ástmálum,
eftirmæli í blöðunum,
barlómsvæl í bændunum,
brothætt sæla í hjúskapnum.

Vísur: Sveinn Hannesson frá Elivogum
Kvæðamaður: Þuríður Friðriksdóttir (kenndi og kvað)
Stemma: Úr Húnavatnssýslu. Sveinn Hannesson frá Elivogum

+ Studdur giptu gylfi þá

Samhent – hagkveðlingaháttur

Rímur af Reimari og Fal enum sterka13. ríma, vísur 70 — 73

Studdur giptu gylfi þá
gjörði umskipti snögg þar á,
af Bæring kippti benjaljá
og bolnum svipti hausnum frá.

Við það dóla dauðamein
dafnar sjóla gæfan hrein,
karfa á hjólum ofan ein,
af múr róla vann ósein.

Loftið fleygist öðling í,
að svo hneigist gæfa ný,
kóngur feginn komst nú frí,
karfa uppdregin verður því.

Undur kalla mestu má,
milding lalla skyldi frá,
svo fest gat varla auga á
öldin snjalla er stóð þar hjá.

Vísur: Hákon Hákonarson í Brokey
Kvæðamaður: Sigríður Friðriksdóttir (Anna Bjarnadóttir kenndi)
Stemma: Úr Húnavatnssýslu. Kristinn Árnason á Vesturá

+ Gyllir sjóinn sunna rík (2)

Samhent, hagkveðlingaháttur

Breiðfirðingavísur

Gyllir sjóinn sunna rík,
sveipast ró um Faxavík.
Esjan glóir gulli lík,
gleði bjó mér fegurð slík.

Samt ég allra svásast finn
sólarfall við Jökulinn;
vermist mjallar vanginn þinn,
vesturfjalla kóngurinn.

Í landsins hjarta lifði þar
ljósið margt, sem fegurð bar.
Nú er bjart við Breiðamar,
búinn skarti kveldsólar.

Breiða- fyrst í firðinum
fékk ég vist á bátunum
hjá aflaþyrstum, þrekmiklum
þrauta og lista formönnum.

Vísur: Ólína Andrésdóttir
Kvæðamaður: Kjartan Ólafsson
Stemma: Úr Húnavatnssýslu. Sveinn Hannesson frá Elivogum

- Þulins skeið um þagnar bý

Samhent – hagkveðlingaháttur

Rímur af Bernótus Borneyjarkappa9. ríma, vísur 14 — 17

Þulins skeið um þagnar bý
þar nam sneiða lending í,
geira meiðar firða frí
á fundinn leiða Bernótí.

Spurði hjarar hölda freyr,
hvert að fara væru þeir.
Karlinn snar af orða eir
út lét svar, en þögðu tveir:

„Í kaupförum vorum við
víst á knör um Ránar mið;
sætti kjörum lukku lið,
léðust vörur þeim af sið.

Vildum halda heim á leið;
hart að alda súðum reið,
mölva valda mundum skeið;
mengið kalda helju beið.“

Vísur: Magnús Jónsson í Magnússkógum
Kvæðamaður: Björn Friðriksson (kenndi og kvað)
Stemma: Úr Húnavatnssýslu. Ásgeir Jónsson frá Gottorp

+ Hlés þá sprundin hefja dans

Samhent, hringhent. Hagkveðlingaháttur

Formannavísur um Gjögursformenn

Þessir leiða linna má
linda heiði gímis á
vogs þó freyði valvan blá
vogum breiðu Gjögurs frá.

Dansa lætur, lýðir tjá,
líra strætis blakkinn há
ránar dætra öxlum á
Einar gætinn Kleifum frá.

Vogs um gróna velli snar,
veðra són ei hrellir par,
hraustur Jón frá Hellu þar
hleypir ljóni stellingar.

Ólafs höndin afli mett
útum löndin ránar slétt
stýrir öndu súða sett
seglum þöndum hagar nett.

Einar slunginn afla mann
ósporþungan skriðdrjúgan
sels á bungu setja kann
sækonunga léttfetann.

Stór við undur storma hríns
stýrir hundi mastra líns
útum grundu ugga svíns
Einar kundur nafna síns.

Út um granda geirreiðar,
á gelti banda Sigurðar,
fá að standa stórskornar
stormi þandar voðirnar.

Værð þó brjáli veðra són
vaskur Páli borinn Jón
gauts frá nála Gefíón
geddu skála teymir ljón.

Magnús leiðir mars á rið
mjaldurs heiða bjarndýrið,
tjörgu meiða traust þarf lið
tilþrifsgreiða hraustmennið.

Hlés þá sprundin hefja dans
hvítum undir voða fans
götu skundar geddu ranns
gyllir sunda Jónatans.

Öldudýra yfirmann
öldin skýra Guðmund vann
keips órýrum hesti hann
hleypa mýri sels á kann.

Gímis órum alvanur
ægisljóra síðhöttur,
þangs á flórinn framdrífur
fokkujórinn Brynjólfur.

Bjarna getinn burða stór
bráins fleta hraustur þór
Jón á setur fiska flór
flyðru seturs traustan jór.

Gaufar tvistur sels um svið
sjaldan fyrstur útá mið
hrotta byrstur hlyni við
heitir Kristján manntetrið.

Nú hef talda þegna þá
— þrjóta skvaldur ljóða má —
sem að kaldan Ægir á
öskum halda Gjögri frá.

Er það heitust óskin mín
að þeim veiti hjástoð sín
hann sem breytir vatni í vín
og velur sveitum höppin fín.

Vísur: Kristján Ívarsson
Kvæðamaður: Anna Halldóra Bjarnadóttir
Stemma: Guðrún Magnúsdóttir

+ Skar andvara farið far

Samhent, innsamyrt, alsamþætt, sextánmælt

Rímur af Flóres og BlanzeflúrLok 7. rímu

Skar andvara farið far,
fjaraðan vara hara mar,
bar að varar þara þar,
þvari vara sparar svar.

Gáta

Kner hró reri, hver fló hér
ker þró snéri, er sjó sker.
Ver mó neri, ger dró grér
gler sló hleri, sver kló fer.

Ráðning:

Gömlu skipi fram svo fló
fyrir skerið sneiddi sjó
grúa af fiski úr geri dró
glyggur segla þandi kló.

Ráðningin er eignuð Árna Böðvarssyni á Ökrum.

Vísur: 1. Níels Jónsson skáldi; 2. líklega Árni Böðvarsson
Kvæðamaður: Kjartan Hjálmarsson
Stemma: Sigurður S. Straumfjörð

+ Hildar gólfi hörðu á

Samhent, hringhent. Hagkveðlingaháttur

Göngu-Hrólfs rímurUpphaf 42. rímu

Hildar gólfi hörðu á
hreint sem tólf nú mátti sjá
Ægi og Hrólf í æstri þrá
ímunkólfi veifað fá.

Beittu hjörvum báðir þar,
búnir fjörvi hjördísar,
buldu gjörvar brynjurnar,
brustu hörvar flíkurnar.

Augum gutu ógnhörðum,
eldar þutu úr herklæðum,
gneistar hrutu' af geirunum,
glampa brutu á vopnunum.

Viku báðir valnum frá,
vígabráðir kepptu þá;
á sitt ráðið Ægir brá,
illa dáð hann sýna má.

Vísur: Benedikt Gröndal
Kvæðamaður: Kjartan Hjálmarsson
Stemma: Bjarni Jónsson frá Akranesi

+ Giftudrjúgur glyggs við flan

Samhent, hringhent. Hagkveðlingaháttur

Úr formannavísum austan Skagafjarðar

Óðar blands þó ómerkt skval
auki vansa í heyrnarsal,
ullum brands eg inna skal
austurlands formannatal.

Þrátt um bólið blikunnar
burinn Ólafs Helgi snar
Læk frá róla lætur far,
þó lemji gjóla voðirnar.

Giftudrjúgur glyggs við flan,
grunnungsbúinn langt þaðan,
lætur fljúga súðasvan
sinn frá Þúfum Jónatan.

Fram um andhvels fríðan mel
frá Óslandi Rögnvald tel,
stjórn á vandar súðasel
sveigir branda, gætinn vel.

Einar vafinn sóma sið
siglutrafa lætur kið
blátt á kafa bárurið,
bæinn Grafar kenndur við.

Tíðum hastar sér að sjá,
þó sýnist hvasst um humralá;
gengur rastagotann á
Guðni Þrastarstöðum frá.

Hringaviði sem að sjá
sækja kiðum mastra á,
heitast bið eg hjarta frá:
himnasmiður blessi þá.

Vísur: Sigurður Stefánsson
Kvæðamaður: Sigurbjörn K. Stefánsson
Stemma: Sigurbjörn K. Stefánsson

+ Nálgast jólin helg og há

Samhent, hringhent. Hagkveðlingaháttur

Úr GrettisljóðumUpphaf 4. kafla: Grettir fellir berserkina

Nálgast jólin helg og há
höfuðbóli Þorfinns á;
hringasól með hölda fá
höfðings stólinn geymir þá.

Hersir þáði hilmis boð,
hans í ráði meginstoð,
hafði bráðast búið gnoð
burt frá láði í sólarroð.

Grettir þar hjá garði stóð,
glóði marar spegilflóð,
koma og fara kólguslóð
káta skara sá af þjóð.

Heimboð fundu hér og þar,
hlumdi í lundi Mardallar,
umdu grundir Glóeyjar,
glumdu í mundum árarnar.

Enn hinn frægi úti beið,
er á daginn fagra leið,
steind á bæinn stefndi skeið,
stafaði æginn sólin heið.

Skjöldum flaust var skarað það,
skipið traust og víggirlað;
reginhraustir Ránarglað
renndu naustum Þorfinns að.

Síðan djarfir setja far,
síður þarfir tilsýndar,
hrundu karfa Þorfinns þar,
þrjátíu starf sem manna var.

Rumdu hljóð frá græðis geim,
Grettir stóð á áttum tveim,
kýs þó bjóða brögnum heim,
býst nú óðar móti þeim.

Vísur: Matthías Jochumsson
Kvæðamaður: Sigurður Jónsson frá Brún
Stemma: Sigurður Jónsson frá Brún

+ Bæði góla börnin hér

Samhent, hringhent. Hagkveðlingaháttur

Bæði góla börnin hér,
blessuð sólin vermir gler,
í rokknum hjólið ónýtt er,
upp í stólinn Gulur fer.

Vísa: Jón Guðmundsson
Kvæðamaður: Kjartan Hjálmarsson
Stemma: Þorleifur Jónsson á Skinnastað

+ Ekki fer eg út á sjó

Samhent, hringhent. Hagkveðlingaháttur

Úr bæjarímu á Skógarströnd

Ekki fer eg út á sjó,
ótta ber í hyggjuþró,
þar sem eru um stökkuls stó
steinar, sker og sundin mjó.

Vísa: Jónas Gíslason Skógstrendingaskáld
Kvæðamaður: Þórður G. Jónsson
Stemma: Norðlensk

+ Hver sér réði rökkrum í

Samhent, hringhent. Hagkveðlingaháttur

Breiðfirðingavísur

Gyllir sjóinn sunna rík
sveipast ró um Faxavík.
Esjan glóir gulli lík,
gleði bjó mér fegurð slík.

Samt ég allra svásast finn
sólarfall við Jökulinn;
vermist mjallar vanginn þinn,
vesturfjalla kóngurinn.

Í landsins hjarta lifði þar
ljósið margt, sem fegurð bar.
Nú er bjart við Breiðamar,
búinn skarti kveldsólar.

Munu enn á æskuslóð
afbragðsmenn og tignarfljóð,
í sem rennur breiðfirskt blóð,
brim í senn og ástarglóð?

Breiða fyrst í firðinum
fékk ég vist á bátunum
hjá aflaþyrstum, þrekmiklum
þrauta og lista formönnum.

Bundu þeir ærinn ægiskraft,
að þó bæri lagið knapt,
eins og þeim væri í eðlið skapt
afl að færa á brimið haft.

Happalúkum hraðvirkum
þeir hækkuðu dúk á bátunum,
létu fjúka í ferhendum
og fram hjá strjúka holskeflum.

Falda sunnu sál var heið,
þær saumuðu, spunnu, stýrðu skeið,
þeim var kunnug láarleið,
lögð yfir grunna svæðin breið.

Öllum stundum starfsamar,
styrkum mundum konurnar,
ýttu á sundin árarmar,
öxluðu og bundu sáturnar.

Hyldu ísar hafflötinn,
hætti að lýsa dagurinn,
ljóðadísin leit þá inn,
lagaði vísur hugurinn.

Hver sér réði rökkrum í,
rétt á meðan áttum frí;
þá var kveðið kútinn í,
kviknaði gleði oft af því.

Vetrar löngu vökurnar
vóru öngum þungbærar,
við ljóðasöng og sögurnar
söfnuðust föngin unaðar.

Ein þegar vatt og önnur spann,
iðnin hvatti vefarann,
þá var glatt í góðum rann,
gæfan spratt við arin þann.

Teygjast lét ég lopann minn;
ljóða metinn söngvarinn
þuldi hetju þrekvirkin;
þá var setinn bekkurinn.

Þar frá landi lífs míns far
lagði í andbyr gæfunnar.
Fyrir handan fjöll og mar
fann ég strandir ókunnar.

Gefa þér hygg ég hjarta og önd,
hugurinn tryggir sér þín lönd.
Æ meðan byggist ey og strönd,
yfir þig skyggi Drottins hönd.

Vísur: Ólína Andrésdóttir
Kvæðamaður: Jón Þórðarson frá Siglunesi
Stemma: Jón Þórðarson frá Siglunesi

+ Kaðla stökkull komst á ról

Samhent, hringhent. Hagkveðlingaháttur

Siglingavísur

Áfram gnoðin öslar þar
yfir boða skervallar
ægir þvoði mastra mar
makaði froða súðirnar

Fleyið djarfur funi knýr.
Foldin karfa hnyklar brýr.
Þar til arfi Dellings dýr
dreifir farfa lands um vír.

Sólin gljáði síðhötts mey.
Síst því náði stansa fley.
Hlýrnir spáði þægum þey.
Á þönglaláði svaf aldrei.

Kaðla stökkull komst á ról.
Kveinar blökk en tísti hjól.
Var sem rökkur Ránar ból.
Reykjarmökkur huldi sól.

Vísur: Sigríður Hjálmarsdóttir frá Haugsnesi
Kvæðamaður: Bjarni Jónsson frá Akranesi
Stemma: Bjarni Jónsson frá Akranesi