Stafhent

+ Auðnumaður eins og þú

Stafhent

Rímur af Úlfari sterka3. ríma, vísur 60 — 63

Auðnumaður eins og þú,
ætla eg varla fæðist nú,
þessum hluta heimsins í;
hnekkja bágt mér verður því.

Samt skal eg mæla þó fyrir þér,
og þínum bræðrum nokkuð hér.
Efalaust það á yður hrín,
allt sem kraftar tunga mín.

Hærukarls á hauka stig,
hafið þér bræður falsað mig,
og svikið mínum föður frá.
Fyrir það yður skulda má.

Þá best yður hjörinn bíta má,
í bardaga, það legg eg á.
Fyrir eins skuluð fetla kólf,
feigir standa bræður tólf.

Vísur: Þorlákur Guðbrandsson
Kvæðamaður: Kjartan Ólafsson
Stemma: Úr Húnavatnssýlu. Ólafur sjóli

+ Siggi, Mangi, Sveinn, Guðrún

Stafhent

Siggi, Mangi, Sveinn, Guðrún,
sækið þið hann Stóra-Brún.
Imba finndu fötin mín,
flýttu þér nú stelpan þín.

Ég held varla þolið þér,
því að kuldinn bitur er.
Alla þessa óra leið,
út á nes að þreyta reið.

Hvaða fjas, ég fer af stað,
fá muntu að sanna það,
hvort sig enginn illa ber
undan kulda fyrri mér.

Kætir mig að kyrr eg beið
kotið stendur rétt í leið,
svo má skíra sem ég bað,
Sigríður vill hafa það.

Vísur: Jón Mýrdal
Kvæðamaður: Sigurður S. Straumfjörð (kenndi og kvað)
Stemma: Úr Mýrasýslu

+ Ennþá man ég aldinn garp

Stafhent

Ennþá man ég aldinn garp
æfðan þrátt við málakarp.
Fremur talinn fastlyndur
Finnur rauði kallaður.

Um klæðaskraut sig kærði ei par
karlinn oftast búinn var
í veðurblíðu og votferðum;
vatnskápu og skinnsokkum.

Var um sveitir vel þekktur,
vann sér lof og aðhlátur.
Gæðin lífs hann greindi sín;
góðhesta og brennivín.

Sagðist vera heims um hjarn,
Húnvetninga minnsta barn.
Geta stækkað ósköp öll
aldar sinnar mesta tröll.

Hann ég enn fæ heyrt og séð
hugar skynjan einni með.
Veit ég það í engu ýkt
oft að kvað hann þessu líkt.

Vísur: Björn Friðriksson
Kvæðamaður: Björn Friðriksson
Stemma: Úr Húnavatnssýslu. Finnur Jónsson rauði

+ Jón í Múla mergund bar

Stafhent, mishent

Alþingisrímur - Niðurlag 10. rímu

Jón í Múla mergund bar,
mýldist túli hetjunnar.
Sóma karlinn Sighvatur
svo var fallinn óvígur.

Heima þroka hertogar,
hildi lokið allri var,
enda skil eg efni við. —
Enda vil eg ljóða klið.

Lengur strenginn stirðan minn
slá eg eigi hirði um sinn.
Sof þú, dúfan dýr og góð,
döf þín ljúf sé, hýra fljóð.

Vísur: Úr Alþingisrímum
Kvæðamaður: Ragnheiður Magnúsdóttir
Stemma: Helga Þórðardóttir