Stefjahrun

+ Örmum vefjast sól og sef

Stefjahrun, oddhent, hringhent

TregarímaUpphaf

Örmum vefjast sól og sef.
Sævar hefjast dun.
Ei skal tefja. Öld ég gef
oddhent stefjahrun.

Byggir torgin arg og org,
öll þar korgast sál.
Hljóð er sorg í sinnis borg
er sortnar morguns bál.

Eftir genginn góðan dreng
grátur þrengir róm.
Heyrir lengi í hjartans streng
harmafenginn óm.

Vorsins missti ég vænsta kvist
vonaþyrstan brag,
er þú varst, systir, síðast kysst
af sól um tvistan dag.

Sama blóð í æð og óð
okkar flóði heitt.
Aðeins hljóðlát hryggðarljóð
fær hnipinn bróðir veitt. —

Vísur: Jakob Jóh. Smári
Kvæðamaður: Flosi Bjarnason
Stemma: Af óvissum uppruna